Nýjast á Local Suðurnes

Hávaði, kannabis og fjaðurhnífur

Nokkuð var um hávaðaút­köll í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um um helg­ina. Mik­il kanna­bislykt var í einni íbúðinni og við hús­leit, að feng­inni heim­ild, fund­ust meðal ann­ars kanna­bis­efni, kókaín og fjaður­hníf­ur. Einn gest­anna viður­kenndi að eiga of­an­greint.

Í öðru sam­kvæmi hafði einn gesta skorið sig á fæti og var hann flutt­ur með sjúkra­bif­reið á HSS. Þar voru nokkr­ir gest­ir und­ir 18 ára aldri og var for­ráðamönn­um þeirra og barna­vernd­ar­nefnd gert viðvart að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá embætt­inu.

Auk þess að hafa þurft að aðstoða fjölda fólks sem var að heim­sækja gosstöðvarn­ar um helg­ina þurfti lög­regl­an að hafa af­skipti af nokkr­um öku­mönn­um sem ekki virtu lok­an­ir vega.

Nær tutt­ugu öku­menn hafa verið kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur í um­dæmi lög­regl­unn­ar á und­an­förn­um dög­um. Sá sem hraðast ók mæld­ist á 137 km hraða þar sem há­marks­hraði er 90 km. Hann er sautján ára og var því jafn­framt haft sam­band við for­ráðamann hans. Fá­ein­ir voru tekn­ir úr um­ferð vegna gruns um ölv­un­ar- eða fíkni­efna­akst­ur.