Nýjast á Local Suðurnes

Sektaður um 230 þúsund krónur vegna hraðaksturs

Tutt­ugu öku­menn voru kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um frá föstu­degi og yfir helg­ina. Sá sem hraðast ók mæld­ist á 159 km hraða á Reykja­nes­braut þar sem há­marks­hraði er 90 km.  Hans bíður sekt upp á 230 þúsund krónur og svipt­ing öku­leyf­is í tvo mánuði, auk þess sem hann fær þrjá punkta í öku­fer­ils­skrá.

Tveir 17 ára pilt­ar voru meðal þeirra sem óku of hratt og var haft sam­band við for­ráðamenn þeirra vegna máls­ins. Einn ökumaður­inn var jafn­framt grunaður um ölv­unar­akst­ur sam­kvæmt til­kynn­ingu frá lög­reglu­nni á Suður­nesj­um.