Nýjast á Local Suðurnes

Kadeco eina ríkisfyrirtækið sem lækkaði stjórnanda í launum

Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, er eini stjórnandi ríkisfyrirtækis sem hefur lækkað í launum frá árinu 2017. Lækkun á launum forstjóra Kadeco nemur 16% og tók gildi við framkvæmdastjóraskipti hjá félaginu þegar Marta Jónsdóttir tók við af Kjartani Þór Eiríkssyni.

Marta fær í dag 1,2 milljónir króna á mánuði, en launin voru tæplega 1,5 milljónir króna árið 2017 þegar Kjartan stjórnaði daglegum rekstri. Laun allra annara forstjóra ríkisfyrirtækja hafa annað hvort hækkað eða staðið í stað sé litið til sama tímabils. Þannig hafa laun forstjóra Isavía hækkað um 43%, laun útvarpsstjóra um 16% og laun forstjóra Landsvirkjunar um 58% svo dæmi séu tekin.