Nýjast á Local Suðurnes

Sverrir vildi komast yfir fleiri Kadeco-eignir

Athafnamaðurinn Sverrir Sverrirsson gerði á dögunum tilboð í tvær eignir Þróunarfélags Kefavíkurflugvallar, Kadeco, Valhallarbraut 891 og Suðurbraut 890, í gegnum fyrirtæki sitt Sverrir Sverrisson ehf.. Stjórn Kadeco tók málið fyrir á síðasta stjórnarfundi síðasta árs og ákvað að fresta erindinu. Báðar eignirnar hafa nú verið auglýstar til sölu.

Fasteignamat eignanna sem um ræðir er tæplega 100.000.000 króna og eru þær samtals tæplega 3.000 fermetrar að stærð. Eignunum fylgja um 13.000 fermetra lóðir. Eignirnar hafa sem fyrr segir verið settar í söluferli og er mögulegt að skila inn tilboðum í þær til 11. febrúar næstkomandi, en tilboð verða þá opnuð að þeim bjóðendum viðstöddum sem þess óska.

Töluvert var fjallað um viðskipti Sverris og Kadeco um mitt síðasta ár, en Sverrir hefur í gegnum tíðina keypt ýmsar fasteignir af þróunarfélaginu. Þá á Sverrir félagið Airport City ásamt fyrrverandi framkvæmdastjóra Kadeco, en félagið sýslar aðallega með eignir á Ásbrú.