Tilkynna opnunardag Búllunar á næstu dögum

Opnunardagsetning Hamborgarabúllunnar í Reykjanesbæ verður tilkynnt á næstu dögum, en þessa dagana er unnið að lokafrágangi við innréttingar í húsnæði Búllunnar við Iðjustíg í Njarðvík.
Þetta staðfesti fulltrúi fyritækisins í svari við fyrirspurn sudurnes.net og bætti við að Búllufólk væri fullt tilhlökkunar. Veitingabíll Hamborgarabúllunnar var staðsettur í næsta nágrenni við nýjan veitingastað fyrirtækisins síðasta sumar og naut mikilla vinsælda.
