Nýjast á Local Suðurnes

Hjálmlausum Pokémonum vísað út úr göngum

PokémonGo æði gengur nú yfir heiminn, hvar tugir milljóna snjallsímanotenda gera allt hvað þeir geta til að fanga þessar vinsælu fígúrur. Kort sem Suðurnes.net vísaði á á dögunum og hefur að geyma staðsetningar Pokéstoppa og stöðva auk staða þar sem al­gengt er að finna megi Pokémonana sjálfa var gríðarlega mikið skoðað, þannig að ljóst er að áhuginn er mikill á Suðurnesjum.

Athyglisvert: Fáðu allt að 200 Evra bónus og tippaðu á Grindavík-Keflavík

Pokémonarnir virðast þreyttir á þessum ágangi mannana, en verkfræðistofan Hnit birti skemmtilega færslu á Fésbókarsíðu sinni sem tengist þessum flottu fígúrum, en það segir að starfsmenn Hnits hafi rekist á óboðna gesti í einu af útskotum Norðfjarðarganga í eftirlitsferð um göngin.

Þar reyndist vera kominn hópur Pokémona, sem höfðu flúið undan ágengum snjallsímaeigendum, en í göngunum er hvorki netsamband né GPS. Þeim var snarlega vísað út, enda á lokuðu vinnusvæði og hjálmlausir í þokkabót! Pikachu, Zubat og félagar verða því að leita annarra leiða til að forðast snjallsímafólkið. Göngin eru því laus við alla Pokémona núna! Segir í færslu verkfræðinganna á Hnit.

pokemon hnit

Pokestoppin, gymin og stöðvarnar eru út um allt á Suðurnesjum

Pokestoppin, gymin og stöðvarnar eru út um allt á Suðurnesjum