Nýjast á Local Suðurnes

Tveir nýir taka sæti á þingi fyrir Suðurkjördæmi

Talningu atkvæða í Suðurkjördæmi lauk um klukkan sex í morgun. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna, Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn og fimm flokkar fengu einn þingmann hver, Miðflokkurinn, Vinstri-græn, Samfylkingin, Flokkur fólksins og Píratar.

Tveir nýir þingmenn munu setjast á þing fyrir Suðurkjördæmi, þeir Birgir Þórarinsson fyrir Miðflokkinn og Karl Gauti Hjaltason fyrir Flokk fólksins. Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, náði ekki kjöri að þessu sinni og heldur ekki Sólveig Jóna Elínardóttir frambjóðandi Viðreisnar.

Þingmenn kjördæmisins eru því eftirfarandi:

Páll Magnússon (D), Sigurður Ingi Jóhannsson (B), Birgir Þórarinsson (M), Ásmundur Friðriksson (D), Ari Trausti Guðmundsson (V), Oddný G. Harðardóttir (S), Silja Dögg Gunnarsdóttir (B), Karl Gauti Hjaltason (F), Vilhjálmur Árnason (D) og jöfnunarþingmaðurinn Smári McCarty (P).