Nýjast á Local Suðurnes

Unnur Brá og Silja Dögg myndu ekki ná kjöri – Þetta eru líklegir þingmenn Suðurkjördæmis!

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, munu að öllum líkindum ekki ná kjöri til áframhaldandi setu á Alþingi, ef marka má nýja þingsætaspá Kjarnans.

Í þingsætaspánni eru reiknaðar líkur fyrir hvern frambjóðenda á öllum listum á því að ná kjöri í Alþingiskosningunum, byggt á fyrirliggjandi gögnum um fylgi stjórnmálaflokka og sögulega útkomu kosninga. Nánar má sjá á hverju útreikningarnir eru byggðir á vefsíðu Kjarnans.

Unnur Brá er í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún náði kjöri í aðeins 13 prósent tilvika í sýndarkosningum þingsætaspárinnar. Silja Dögg, sem skipar annað sæti á lista Framsóknarflokks fyrir komandi kosningar náði kjöri í 19 prósent tilvika í sýndarkosningum og Jóna Sólveig náði kjöri í 28 prósent tilvika í sýndarkosningunum, en það myndi að öllum líkindum ekki duga til þess að ná kjöri.

Sé miðað við nýjustu niðurstöður í sýndarkosningunum myndu eftirfarandi aðilar ná kjöri fyrir Suðurkjördæmi:

Framsóknarflokkur:

Sigurður Ingi Jóhannsson

Sjálfstæðisflokkur:

Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason

Píratar:

Smári McCarty

Vinstri grænir:

Ari Trausti Guðmundsson og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir

Miðflokkurinn:

Birgir Þórarinsson

Samfylking:

Oddný Harðardóttir og Njörður Sigurðsson