sudurnes.net
Unnur Brá og Silja Dögg myndu ekki ná kjöri - Þetta eru líklegir þingmenn Suðurkjördæmis! - Local Sudurnes
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, munu að öllum líkindum ekki ná kjöri til áframhaldandi setu á Alþingi, ef marka má nýja þingsætaspá Kjarnans. Í þingsætaspánni eru reiknaðar líkur fyrir hvern frambjóðenda á öllum listum á því að ná kjöri í Alþingiskosningunum, byggt á fyrirliggjandi gögnum um fylgi stjórnmálaflokka og sögulega útkomu kosninga. Nánar má sjá á hverju útreikningarnir eru byggðir á vefsíðu Kjarnans. Unnur Brá er í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún náði kjöri í aðeins 13 prósent tilvika í sýndarkosningum þingsætaspárinnar. Silja Dögg, sem skipar annað sæti á lista Framsóknarflokks fyrir komandi kosningar náði kjöri í 19 prósent tilvika í sýndarkosningum og Jóna Sólveig náði kjöri í 28 prósent tilvika í sýndarkosningunum, en það myndi að öllum líkindum ekki duga til þess að ná kjöri. Sé miðað við nýjustu niðurstöður í sýndarkosningunum myndu eftirfarandi aðilar ná kjöri fyrir Suðurkjördæmi: Framsóknarflokkur: Sigurður Ingi Jóhannsson Sjálfstæðisflokkur: Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason Píratar: Smári McCarty Vinstri grænir: Ari Trausti Guðmundsson og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Miðflokkurinn: Birgir Þórarinsson Samfylking: Oddný Harðardóttir og Njörður Sigurðsson Meira frá SuðurnesjumListar allra flokka í Suðurkjördæmi – Ertu Sátt(ur)? Taktu þátt í [...]