Nýjast á Local Suðurnes

Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokks – Páll Magnússon í 1. sæti

Fyrstu tölur hafa verið birtar úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fór í dag. Páll Magnússon hefur fengið flest atkvæði í fyrsta sætið og Ásmundur Friðriksson í annað sætið. Vilhjálmur Árnason er í þriðja sæti og Ragnheiður Elín Árnadóttir í því fjórða, þá er Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta sæti, eftir að fyrstu tölur hafa verið birtar, en talin hafa verið 1000 atkvæði.

Talning atkvæða tafðist um nokkrar klukkustundir og er óhætt að segja að Sjálfstæðismenn hafi haft húmor fyrir töfunum, en þegar búið var að bíða eftir tölum úr Suðurkjördæmi í nokkrar klukkustundir birtu þeir tístið sem sjá má hér fyrir neðan: