Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már átti frábæra innkomu í tapi gegn Sviss

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson kom öflugur inn af bekknum og skoraði sextán stig, þar af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna, þegar Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði 83-80, gegn öflugu liði Sviss í dag. Elvar tók að auki fjögur fráköst á þeim rétt rúmu 18 mínútum sem hann var inná í leiknum.

Logi Gunnarsson átti einnig ágætis leik skoraði 12 stig og tók eitt frákast á þeim 17 mínútum sem hann lék.