Nýjast á Local Suðurnes

Þrjú vilja 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Ragnheiður Elín fyrir miðju. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 10. september næstkomandi.

Það er ljóst að baráttan um 1. sætið verður hörð, en áður hafði Ásmundur Friðriðriksson lýst því yfir að hann muni sækjast eftir 1. – 2. sæti, auk þess sem Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri hefur tilkynnt að að hann muni einnig sækjast eftir 1. sætinu.

Þá hefur Unnur Brá Konráðsdóttir tilkynnt að hún muni sækjast eftir 2. sæti listans og Vilhjálmur Árnason mun sækjast eftir 2. – 3. sæti.

Ragnheiður Elín birti pistil á Facebook í dag, þar sem hún tilkynnti að hún muni sækjast eftir 1. sætinu: