Nýjast á Local Suðurnes

Bílvelta á Vatnsleysustrandarvegi – Beltin björguðu

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Bif­reið með fimm ung­menni inn­an­borðs valt í gær­dag á Vatns­leysu­strand­ar­vegi. Lög­regl­an á Suður­nesj­um seg­ir mikla mildi að ekki fór verr þegar en þegar lög­regla kom á vett­vang voru ökumaður og farþegar komn­ir út og töldu sig hafa sloppið án meiðsla.

Öll kváðust ung­menn­in hafa verið í bíl­belti en engu að síður var ákveðið að flytja þau á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja til nán­ari skoðunar. Hálka er tal­in hafa valdið slys­inu en drátt­ar­bif­reið var feng­in til að fjar­lægja bif­reiðina.