Bílvelta á Vatnsleysustrandarvegi – Beltin björguðu

Bifreið með fimm ungmenni innanborðs valt í gærdag á Vatnsleysustrandarvegi. Lögreglan á Suðurnesjum segir mikla mildi að ekki fór verr þegar en þegar lögregla kom á vettvang voru ökumaður og farþegar komnir út og töldu sig hafa sloppið án meiðsla.
Öll kváðust ungmennin hafa verið í bílbelti en engu að síður var ákveðið að flytja þau á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til nánari skoðunar. Hálka er talin hafa valdið slysinu en dráttarbifreið var fengin til að fjarlægja bifreiðina.