Nýjast á Local Suðurnes

Erfið átta liða úrslit framundan hjá Suðurnesjaliðunum

Suðurnesjaliðin þrjú, Grindavík, Keflavík og Njarðvík hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik, en keppnin hefst næstkomandi fimmtudag.

Njarðvíkingar, sem enduðu deildina í öðru sæti, munu leika gegn ÍR-ingum, Keflavík endaði í fjórða sætinu og mun leika gegn KR og Grindvík sem endaði í áttunda og síðasta sætinu sem tryggði sæti í úrsitakeppninni mun etja kappi við deildarmeistara Stjörnunnar úr Garðabæ.

Átta liða úrslitin:
Stjarnan – Grindavík
Njarðvík – ÍR
Tindastóll – Þór Þorlákshöfn
Keflavík – KR