Nýjast á Local Suðurnes

Yfir hálf milljón manna fylgjast með Ragnheiði Söru á Instagram

Ragnheiður Sara á verðlaunapalli - Mynd: Berglind Sigmundsdóttir

Crossfit-undrið úr Njarðvík, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, hefur heldur betur slegið í gegn í íþróttinni á undanförnum árum, en hún hefur sem kunnugt er hafnað í þriðja sæti á Heimsleikunum í crossfit tvö ár í röð. Sara er vinsæl á samfélagsmiðlunum og hefur til dæmis tæplega 550 þúsund fylgjendur á Instagram og um 100 þúsund á Facebook.

Ragnheiður Sara, sem býr í Njarðvík og æfir með Crossfit-Suðurnes stefnir þó hærra í íþróttinni, en hún stefnir á að búa og æfa erlendis í framtíðinni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali sem þeir Kjartan Atli og Hjörvar Hafliðason tóku við hana í þættinum Brennslan á Bylgjunni. Viðtalið má heyra má hér fyrir neðan.