Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara: “Stóð ekki undir eigin væntingum”

Mynd: Instagram/Sara Sigmundsdottir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er ekki sátt við árangurinn á Heimsleikunum í crossfit í ár, en hún segir tímabilið í ár ekki hafa endað á þann hátt sem hún vonaðist eftir, í færslu á Facebook, þar sem hún þakkar fjölskyldu sinni og stuðningsmönnum fyrir góðan stuðning síðastliðið ár. Sara, eins og hún er jafnan kölluð, lenti í fjórða sæti á Heimsleikunum, en um er að ræða eina erfiðustu íþróttakeppni heims.

Sara segist í færslu sinni, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, ekki hafa staðist eigin væntingar, en að hún sé enn að læra, enda ung að árum. Íþróttakonan öflug hvílir nú lúin bein í Karabískahafinu ásamt fjölskyldu sinni og vinum.