Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara og Katrín Davíðsdóttir takast á í undankeppni Heimsleikanna í crossfit

Undankeppnir fyrir Heimsleikana í crossfit standa nú sem hæst og keppast íþróttamenn við að næla sér í sæti á keppninni sem fram fer í Madison í Wisconsin í sumar. Stöllurnar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Davíðsdóttir eru þar engin undantekning, en þær munu leiða saman hesta sína í beinni útsendingu á heimasíðu leikanna þann 23. mars næstkomandi.

Katrín hefur unnið leikana undanfarin tvö ár á meðan Ragnheiður Sara hefur lent í þriðja sæti, það má því búast við spennandi einvígi á fimmtudag þegar stúlkurnar mætast. Beina útsendingu má nálgast á heimasíðu leikanna, en þar má einnig nálgast allar upplýsingar um stöðuna í undankeppnunum, sem eru fimm talsins.