Nýjast á Local Suðurnes

Facebook leikur Local Suðurnes og Humarsölunnar

Við viljum að sem flestum líki við okkur og höfum því ákveðið, í samstarfi við vini okkar hjá Humarsölunni að bjóða upp á týpískan “deila, kvitta og líka við” leik á Facebook. Það eina sem þarf að gera er að deila þessari uppskrift með sem flestum, kvitta undir tengilinn á Facebooksíðunni og að sjálfsögðu að smella á “líka við” hnappinn á síðunni okkar á samfélagsmiðlinum.

Við drögum svo út einn heppinn vinningshafa sem fær að launum mjög svo veglegan humarpakka frá Humarsölunni um leið og vinur okkar númer 1.000 lætur sér líka við okkur.

Suðrænt og seiðandi salat fullt af úrvals íslenskum Hornafjarðarhumri.

Hráefni

 • 16 stk humarhalar, skelflettir og görnin tekin úr
  4 msk graskersfræ, þurrristuð á pönnu
  3 msk hvítlaukssmjör
  2 stk rauðlaukar, smátt saxaðir
  1 dl grænar ólífur, steinlausar
  1 dl kryddleginn fetaostur
  1 stk rauð paprika, smátt söxuð
  ½ dl ólífuolía
  ½ dl sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
  blandað salat (t.d. lambhaga, Lollo Rosso, eikarlauf og frisesalat)
  salt og svartur pipar úr kvörn

Cous-cous

 • 4 dl vatn
  1 dl Cous-cous
  1 tsk salt
  Hvítlaukssmjör
  150 g smjör, lint
  5 stk hvítlauksrif, smátt söxuð
  2 msk aníslíkjör (má sleppa)
  ½ stk búnt steinselja, smátt söxuð

Salatið er skolað vel og þerrað. Rifið gróft niður og blandað saman í skál með tómötum, ólífum, rauðlauk og papriku. Salatinu er raðað fallega upp á diska og fetaosti og smá ólífuolíu dreift jafnt yfir.

Humarhalarnir eru snöggsteiktir við háan hita í olíu og hvítlaukssmjöri, hristir vel til á pönnunni, léttkryddaðir með salti og pipar og bornir fram volgir. Ristuðum graskersfræjum er svo stráð yfir réttinn.

Cous-cous
Vatn og salt er soðið saman í potti og því hellt sjóðandi yfir 1 dl af cous-cous. Látið standa í 10 mínútur í sjóðandi heitu vatni, sigtið vatnið frá og setjið cous-cous undir humarhalana þegar rétturinn er borinn fram.