Nýjast á Local Suðurnes

Löggan horfin af Facebook

Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum hefur verið lokað og það efni sem á síðunni var hefur verið fjarlægt. Lögreglan hafði tilkynnt um að þetta stæði til vegna persónuverndarlaga.

Tæplega 200 ummæli höfðu verið rituð við stöðufærslu lögreglu um lokunina, öll á þann veg að embættið var hvatt til að halda síðunni opinni. Önnur lögregluembætti munu halda áfram á samfélagsmiðlinum í það minnsta enn um sinn.