Nýjast á Local Suðurnes

Sara í fanta formi í myndatöku fyrir Nike – Sjáðu myndirnar!

Mynd: Instagram/Sara Sigmundsdottir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir undirbýr sig nú af kappi fyrir Heimsleikana í Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum í byrjun ágúst, en hún mun án efa gera harða atlögu að toppsætinu á þessum leikum eftir að hafa lent í þriðja sæti undanfarin tvö ár.

Sara er, eins og margir af bestu íþróttamönnum heims, með samning við íþróttavörurisann Nike og gaf sér smá stund frá æfingum til að skjótast í myndatöku á þeirra vegum. Sara hefur birt nokkrar myndir á Instagram síðu sinni og þar má sjá að íþróttakonan efnilega er í fanta formi fyrir komandi átök.

#tbt to a Nike photoshoot in Los Angeles. . @niketraining #niketraining #justdoit #blackandgold

A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on