Djörf mynd af húðflúri Suðurnesjastúlku vekur athygli á veraldarvefnum

Ljósmynd sem Suðurnesjastúlkan, fitneskeppandinn og líkamsræktardaman Sara Böðvarsdóttir birti á Instagram og í Facebook-hópnum Tattoo á Íslandi hefur vakið töluverða athygli á veraldarvefnum.
Í Instagram-færslunni sem sjá má hér fyrir neðan sýnir Sara fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum nýjasta húðflúrið sem hún fékk listamanninn Ólaf Laufdal til að flúra á aftanvert lærið.
Sem fyrr segir hefur húðflúrið, eða myndin, vakið töluverða athygli og fengið misgáfulegar athugasemdir í kommentakerfum Facebook. Fjölsóttasti afþreyingavefur landsins sá sig knúinn til að fjalla um málið eins og sjá má hér.