Nýjast á Local Suðurnes

Endurnýja samning um leitar- og björgunarþjónustu

Þann 1. febrúar síðastliðinn var undirritaður endurnýjaður samningur milli Isavia og Landhelgisgæslu Íslands um samstarf í leitar- og björgunarþjónustu. Samningurinn var upphaflega gerður í október 2010 og hefur nú verið endurnýjaður.

Samningurinn byggir á reglugerð um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara og tekur meðal annars á skyldum, miðlun upplýsinga, þjálfun og æfingum.

Undir samninginn skrifuðu Ásgeir Pálsson framkvæmdarstjóri flugleiðsögusviðs Isavia og Ásgrímur L. Ásgrímsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.