Nýjast á Local Suðurnes

Bláa lónið opnar við Reykjanesvita

Bláa Lónið hf. og Reykjanes Unesco Global Geopark (RGP) hafa ákveðið að taka upp samstarf sem stuðlar að markmiðum Jarðvangsins á Reykjanesi og sveitarfélaganna fjögurra sem eru innan hans.

Markmið samstarfsins er að styrkja Reykjanesið sem áfangastað, stuðla að sjálfbærri nýtingu, vinna að bestu aðferðum til uppbyggingar í sátt við náttúru, bæta þekkingu, viðhorf og verndarstöðu jarðminja á svæðunum, hvetja til nýjunga í náttúrutengdri sköpun og draga fram og viðhalda menningararfleifð svæðanna.

Þá hefur Bláa Lónið stofnað til félags með Grétu Súsönnu Fjeldsted, en hún er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag. Félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita.