sudurnes.net
Bláa lónið opnar við Reykjanesvita - Local Sudurnes
Bláa Lónið hf. og Reykjanes Unesco Global Geopark (RGP) hafa ákveðið að taka upp samstarf sem stuðlar að markmiðum Jarðvangsins á Reykjanesi og sveitarfélaganna fjögurra sem eru innan hans. Markmið samstarfsins er að styrkja Reykjanesið sem áfangastað, stuðla að sjálfbærri nýtingu, vinna að bestu aðferðum til uppbyggingar í sátt við náttúru, bæta þekkingu, viðhorf og verndarstöðu jarðminja á svæðunum, hvetja til nýjunga í náttúrutengdri sköpun og draga fram og viðhalda menningararfleifð svæðanna. Þá hefur Bláa Lónið stofnað til félags með Grétu Súsönnu Fjeldsted, en hún er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag. Félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita. Meira frá SuðurnesjumBláa lónið og HS Orka leggja 20 milljónir í uppbyggingu ferðamannastaðaSkýrist í september hvort Reykjanes Geopark fái vottunLeggja tólf milljónir króna í kynningu á Reykjanes GeoparkGeoparkvikan í fullum gangi – Lýkur með Bláa lóns ákoruninni á laugardagÓskað eftir tilnefningum til nýrra verðlauna Reykjanes GeoparkVetrarfundur ferðaþjónustunnar á Reykjanesi á fimmtudagNýtt göngu- og útivistarkort fyrir ReykjanesskagaÚtsýnispallar við Brimketil opnaðir á föstudagMikil uppbygging fyrirhuguð við Reykjanesvita – Vilt þú taka þátt?Óska eftir tilnefningum til viðurkenninga ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018