sudurnes.net
Endurnýja samning um leitar- og björgunarþjónustu - Local Sudurnes
Þann 1. febrúar síðastliðinn var undirritaður endurnýjaður samningur milli Isavia og Landhelgisgæslu Íslands um samstarf í leitar- og björgunarþjónustu. Samningurinn var upphaflega gerður í október 2010 og hefur nú verið endurnýjaður. Samningurinn byggir á reglugerð um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara og tekur meðal annars á skyldum, miðlun upplýsinga, þjálfun og æfingum. Undir samninginn skrifuðu Ásgeir Pálsson framkvæmdarstjóri flugleiðsögusviðs Isavia og Ásgrímur L. Ásgrímsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Meira frá SuðurnesjumReykjanesbær býður upp á bílabíóSérfræðingur úr hlaðvarpsþætti tekur við NjarðvíkSumaráætlun strætó hefur tekið gildiDráttur á milljarðaframkvæmdum Bandaríkjahers á KeflavíkurflugvelliSundhallarhópur boðar til opins fundarOpna bókhald Reykjanesbæjar – Ekki hægt að skoða einstaka reikningaBæjarbúar ánægðir með AðventugarðinnSverri Sverrissyni dæmdar 19 milljóna króna bætur vegna fasteignaviðskipta á ÁsbrúHilma og Sigurgestur til ReykjanesbæjarKristín María ráðin upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar