Nýjast á Local Suðurnes

Háskólavellir efna til hugmyndasamkeppni

Meginmarkmið keppninnar er að skapa nýja ímynd fyrir íbúðasvæðið að Ásbrú

Félagið Háskólavellir samvinnu við Arkitektafélag Íslands efnir til hugmyndasamkeppni um heildaryfirbragð byggðar og bygginga á íbúðasvæði félagsins að Ásbrú í Reykjanesbæ.  Meginmarkmið keppninnar er að skapa nýja ímynd fyrir íbúðasvæðið að Ásbrú og skulu tillögur  þannig upp byggðar að hægt sé að áfangaskipta verkinu og framkvæma litlar aðgerðir frá ári til árs.

Rétt til þátttöku hafa félagsmenn í Arkitektafélagi Íslands, Félagi íslenskra landslagsarkitekta og annað fagólk sem hefur leyfi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu tillögurnar, 1.800.000 fyrir fyrsta sæti, 900.000 fyrir annað sætið og 500.000 fyrir það þriðja, einnig er dómnefnd heimilt að kaupa aðrar tillögur sem berast.  Skilafrestur er til 17. september 2015.

Ásbrú2