Nýjast á Local Suðurnes

Reykjaneshöfn orðin aðili að samtökunum Cruise Iceland

Reykjaneshöfn og Cruise Iceland hafa undirritað samstarfssamning. Ósk þess efnis kom fram á 218. fundi stjórnar Reykjaneshafnar, að höfnin yrði aðili að samtökunum.

Cruise Iceland eru regnhlífarsamtök fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Samtökin vilja markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan viðkomustað fyrir skemmtiferðaskip, stór og smá. Í því felst sameiginlegt markaðsstarf gagnvart viðkomandi útgerðum og samstarf við hliðstæð samtök erlendis.

Í þessari markaðssetningu horfir Reykjaneshöfn til smærri farþegaskipa sem hefðu jákvæð áhrif á rekstur hafnarinnar. Þau væru jafnframt ný stoð í flóru ferðamennsku á Suðurnesjum.