Nýjast á Local Suðurnes

Keyptu sína fyrstu íbúð á Kýpur – “Upp fyrir haus hugfangin af eyjunni”

“Kýpur er áfangarstaður sem allir ættu að heimsækja,” segja þau Óskar Axel og Jóna, sem fjárfestu í sinni fyrstu fasteign á eyjunni árið 2017. Þau segjast vera “upp fyrir haus” hugfangin af því sem þessi litla eyja hefur uppá að bjóða, en á eyjunni má finna stórkostlegar strendur, ljúffenga matargerð, framandi kennileiti, vatnsíþróttir, skemmtanalíf, golf og margt fleira sem hægt er að njóta yfir daginn.

Þau Óskar og Jóna munu halda stutta og afar fróðlega kynningu um Norður Kýpur,  í samstarfi við fasteignafyrirtækið Freedom, næstkomandi sunnudag, 29. september frá kl. 14:00-20:00 að Hafnargötu 15, 2. hæð. Á kynningunni munu þau svara spurningum um það sem eyjan hefur upp á að bjóða; helstu svæðin, ferðamáta, fjárfestingartækifæri og leigueignir á Kýpur.

Þá hafa þau boðið upp á skoðunarferðir til Kýpur og munu halda þriðju Íslendinga hópferðina til eyjunnar í október og þá fjórðu í nóvember. Þar verða skoðuð öll flottustu verkefnin í bland við að njóta menningarinnar sem í boði er á svæðinu.

Kaffi og bæklingar eru að sjálsögðu í boði á kynningunni á sunnudag en áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband og taka frá tíma, en það má gera með því að senda sms í síma 866-6008 eða með því að senda skilaboð í gegnum Facebook síðuna  – Keyptu eða Leigðu á Kýpur.

Hér fyrir neðan má svo sjá kynningarmyndband þeirra Óskars og Jónu;