Nýjast á Local Suðurnes

Nýr stjóri Kadeco hnýtir lausa enda

Ráðið hefur verið í stöðu fram­kvæmda­stjóra Kadeco, en starfið var auglýst laust til umsóknar í september síðastliðnum. Þetta kemur fram á vef Kjarn­ans.

Sam­kvæmt frétt Kjarnans er sá aðili að hnýta lausa enda við núver­andi vinnu­veit­anda og því ekki tímabært að greina frá nafni viðkomandi. Til­kynn­ingar er að vænt fyrir lok þess­arar viku.

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri félags­ins, Marta Jóns­dótt­ir, lét af störfum fljót­lega eftir að starfið var aug­lýst laust til umsóknar í lok sept­em­ber á síð­asta ári en hún hafði verið fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins síðan í ágúst 2017.