Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur alvarlega veikur á HSS eftir neyslu amfetamíns

Karl­maður var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja eft­ir að hann veikt­ist hast­ar­lega. Hann kvaðst hafa neytt am­feta­míns. Í fór­um hans fund­ust spraut­ur, nál­ar og meint fíkni­efni.

Í bif­reið sem var stöðvuð vegna gruns um að ökumaður æki und­ir áhrif­um fíkni­efna fannst meint am­feta­mín og játaði farþegi að eiga efn­in. Í hús­næði í um­dæm­inu, sem leitað var í að feng­inni heim­ild, fund­ust kanna­bis­efni og játaði hús­ráðandi eign sína á þeim.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.

Þá fram­vísaði karl­maður pakkn­ingu með hvítu dufti í þegar lög­regla hafði tal af hon­um fyr­ir utan skemmti­stað.