Nýjast á Local Suðurnes

Ásbrúarleigurisi hagnast um milljarð á sex mánuðum

Leigufélagið Heimavellir var með rúmlega 1,4 milljarð króna í leigutekjur fyrstu sex mánuði þessa árs. Hagnaður félagsins var tæpur 1,1 milljarður króna að því er fram kemur í árshlutareikningi þeirra í Kauphöllinni.

Eignir félagsins nema 51 milljarði króna. Heimavellir er eitt tveggja stærstu leigufélaga landsins og á eignir um allt land, flestar á Ásbrú eða tæplega 700.