Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla rannsakar þjófnað á úrum og skartgripum

Fjórum úrum og skartgripum var stolið í innbroti í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum nýverið.  Sá eða þeir sem þar voru á ferð höfðu spennt upp glugga á húsinu og komist inn með þeim hætti.

Húsráðandi varð var við skemmdirnar og saknaði munanna þegar hann kom heim eftir að hafa unnið á næturvakt. Lögregla rannsakar málið.