Nýjast á Local Suðurnes

Enn vandræði vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli

Myndin tengist fréttinni ekki

Mikill vindur er nú á Keflavíkurflugvelli og má búast við að einhverjar tafir verði á flugi seinni part dags. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Isavia.

Þá er búið að taka alla land­ganga úr notk­un á ­flug­vellinum vegna veðurs.  Ef vind læg­ir nægi­lega mikið verða land­gang­ar tekn­ir aft­ur í notk­un eins fljótt og auðið er.