Nýjast á Local Suðurnes

Öryggismál leikskólabarna í ólagi: “Óafsakanlegt þegar kemur að öryggi barnanna okkar í umferðinni”

Forráðamenn barna á leikskólaaldri þurfa að taka sig saman í andlitinu hvað varðar öryggismál barna í umferðinni, en lögreglan á Suðurnesjum stóð fyrir átaki við leikskóla í Reykjanesbæ hvar kom í ljós að allt of margir voru með öryggismálin í ólagi.

Lögregla hafði samkvæmt tilkynningu á Facebook afskipti af 25-30 ökumönnum þar sem verið var að kanna með notkun öryggisbúnaðar ökumanna og afar dýrmæts farms þeirra, litlu barnanna sem voru á leið í leikskólann. Í ljós kom að allt of margir voru með öryggismálin í ólagi.