Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 50 milljónir króna í fjárhagsaðstoð til einstaklinga

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Tæplega 200 fleiri einstaklingar fengu greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ miðað við sama tíma í fyrra, en alls var 313 einstaklingum greidd fjárhagsaðstoð í október síðastliðnum á móti 127 á sama tíma á síðasta ári.

Í október fengu 313 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 46.666.153. Í sama mánuði 2021 fengu 127 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 19.356.391, segir í fundargerð Velferðarráðs Reykjanesbæjar.

Í október fengu alls 290 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 5.068.000. Í sama mánuði 2021 fékk 291 einstaklingur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 4.024.903