Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjalöggur með leikhæfileika kynna ný umferðarlög

Samgöngustofa leitaði til lögreglunnar á Suðurnesjum varðandi leikara í kynningarmyndbönd sem framleidd voru vegna nýrra umferðarlaga sem tóku gildi um áramót.

Lögreglan greinir frá þessu á Facebook og birtir um leið fyrsta myndbandið af nokkrum sem gerð voru. Þá hvetur lögregla fólk til þess að kynna sér hin nýju lög, en nokkuð er um breytingar auk þess sem sektir hækka töluvert, eins og við greindum frá á dögunum.