Tæplega hálf milljón hefur heimsótt gosstöðvarnar

Alls hafa 472.677 manns farið um gossvæðið á Reykjanesskaga frá því talningar Ferðamálastofu hófust í fyrra. Metfjöldi fólks kom á svæðið um helgina.
Alls 6.496 einstaklingar fóru um gossvæðið við Meradali á laugardag samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Fyrra met er frá 28. mars 2021, en þá fóru 6.032 einstaklingar að gosstöðvunum í Geldingadölum.