Nýjast á Local Suðurnes

Sjö þreyttir fluttir frá gosstöðvunum

Vísa þurfti nokkr­um fjöl­skyld­um frá göngu­leið A við gosstöðvarn­ar í Mera­döl­um í gær, þar sem ung börn voru með í för. 

Þá var eitt ökkla­brot skráð eft­ir dag­inn og flytja þurfti sjö þreytta göngu­menn af fjalli. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um. 

Sam­kvæmt taln­ingu Ferðamála­stofu fóru 5.180 um gosstöðvarn­ar í gær, en gera má ráð fyr­ir að þess­ar töl­ur séu hærri, að mati lög­reglu.