Nýjast á Local Suðurnes

Munu geta sektað þá sem leggja öfugt miðað við akstursstefnu

Lögregla mun um áramót geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Sektin við slíku mun nema 10.000 krónum.

Ný umferðarlög taka gildi um áramótin og fela í sér margar breytingar á fyrri löggjöf. Þannig verður bann við notkun allra snjalltækja, en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri.

Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því.