Nýjast á Local Suðurnes

Anita Lind á leið til Kolding með U-17 ára landsliðinu

Anita Lind Daníelsdóttir er á leið á Opna Norðurlandamótið með U-17 ára landsliði kvenna.  Mótið fer fram í Kolding í Danmörku 28. júní – 5. júlí.  Þessa dagana fer fram Evrópumót U-17 ára liða hér á landi og því fer yngri hópur á Norðurlandamótið og er Anita Lind í 18 leikmanna hópi sem Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari hefur valið til þátttöku í mótinu.

Anita Lind er fædd árið 1999 og verður 16 ára í sumar.  Hún leikur með RKV í 3. flokki kvenna og á þegar nokkra leiki að baki með meistaraflokki.  Anita Lind hefur leikið tvo leiki með U-17 ára landsliðinu en hún var með liðinu á UEFA-móti sem fór fram í Færeyjum í apríl.