Nýjast á Local Suðurnes

Rafn og Snorri áfram með Njarðvík

Rafn Vilbergsson og Snorri Már Jónsson skrifuðu undir nýjan tveggja ára samning um þjálfun meistaraflokks Njarðvíkur í knattspyrnu um helgina. Þeir félagar tóku við meistaraflokki fyrir tveimur árum síðan og liðið sigraði 2. deildinna 2017 og endaði í 6. sæti í Inkasso-deildinni á liðnu tímabili.

Undirbúningur fyrir næsta tímabil hefst um næstu mánaðarmót, segir í tilkynningu frá Njarðvíkingum og er nú verið að vinna í leikmannamálum. Stjórn deildarinnar fagnar því að samningar séu í höfn og við býður þá félaga velkomna til starfa á ný.