Nýjast á Local Suðurnes

Viðurkenndi eign á kannabisplöntum

Myndin tengist ekki umræddu máli

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi í gærdag. Lögreglumenn voru í eftirlitsferð þegar þeir fundu mikla kannabislykt berast frá húsnæðinu. Við húsleit fundust fáeinar kannabisplöntur, kannabisefni og hass. Húsráðandi viðurkenndi eign sína á plöntunum og efnunum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann