Nýjast á Local Suðurnes

Hjálmar sæmdur fálkaorðu

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, sæmdi í gær sex­tán Íslend­inga hinni ís­lensku fálka­orðu við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum. Einn Suðurnesjamaður var á meðal þeirra sem hlutu orðuna að þessu sinni, Hjálm­ar Waag Árna­son fyrr­ver­andi skóla­meist­ari, þingmaður og fram­kvæmda­stjóri Keil­is, Reykja­nes­bæ, hlaut ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu á vett­vangi skóla­starfs og mennt­un­ar.

Þá hlaut Dr. Jan­us Guðlaugs­son íþrótta- og heilsu­fræðing­ur, Álfta­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til efl­ing­ar heil­brigðis og íþrótta eldri borg­ara, en hann hefur stjórnað Fjölþættri heilsueflingu 65+ í Reykjanesbæ semhófst í maí árið 2017. Verkefnið er samstarfsverkefni Janus heilsueflingar, Reykjanesbæjar, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Sóknaráætlunar Suðurnesja. Markmið verkefnisins er að bæta heilsu og lífsgæði fólks með daglegri hreyfingu og bættri matarmenningu.