Nýjast á Local Suðurnes

Stærsti heimasigur Njarðvíkur í sögunni

Njarðvík vann 112-52 sigur á Þór frá Akureyri í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Á fésbókarsíðu Njarðvíkur kemur fram að um sé að ræða stærsta sigur liðsins á heimavelli frá upphafi.

Líkt og tölurnar gefa til kynna réðu Njarðvíkingar lögum og lofum á vellinum og til að mynda skoruðu Þórsar­ar aðeins 2 stig í síðasta leik­hlut­an­um.

Þetta var þriðji sig­ur Njarðvík­inga í deildinni og eru þeir með 6 stig.