Nýjast á Local Suðurnes

Neikvæðar raddir í Njarðvík – “Skil þessa óþolinmæði” segir formaðurinn

Njarðvíkingar hafa átt í vandræðum í upphafi körfuboltavertíðarinnar. Liðið hefur farið illa af stað í deildinni, unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og sitja í 8. sætinu. Liðið féll svo úr leik úr Maltbikarnum í kvöld eftir tap gegn erkifjendunum úr Keflavík.

Gunnar Örlygsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur gerir slæmt gengi liðsins að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í kvöld og segist bera ábyrgð á stöðunni auk þess sem hann segist styðja þjálfara liðsins í störfum sínum. Gunnar segir ennfremur að rétt sé að spyrja að leikslokum, Njarðvíkingar eigi eftir að bíta frá sér.

“Njarðvik skal verða meðal allra bestu liða landsins ef ekki það besta i vor.” Segir Gunnar meðal annars í færslunni sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan.”