Nýjast á Local Suðurnes

Tveimur mönnum bjargað úr sjó við Leiru

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Um hálfellefu í kvöld voru björgunarsveitir á Suðurnesjum kallaðar út vegna elds í bát rétt við Leiru. Um var að ræða 12 tonna plastbát með tveimur aðilum um borð, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Búið er að ná mönnunum frá borði með þyrlu LHG en menn frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt björgunarsveitarfólki fóru á staðinn á björgunarskipinu Hannesi Hafstein og fleiri bátum með dælur til að slökkva eldinn. Um 20 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um hjá vakt­stjóra hjá Land­helg­is­gæsl­unni er ástand mann­anna talið gott þrátt fyr­ir veruna í sjón­um.