Nýjast á Local Suðurnes

Beittu kylfum við handöku Óla Gott – Fluttur á sjúkrahús með innvortis blæðingar

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Ólafur Gottskálksson var fluttur í skyndi af meðferðarstofnuninni Vogi, þar sem hann dvelur eftir að hafa verið handtekinn, í annarlegu ástandi, á flótta undan lögreglu á dögunum, á bráðamóttöku Landspítalans á laugardag vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans nokkrum dögum fyrr. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Stundinni.

Suðurnes.net greindi frá því, fyrstur miðla, um hádegisbilið þann 25. júlí síðastliðinn að lögreglan á Suðurnesjum hefði stöðvað för ökumanns, eftir hraðakstur í gegnum íbúðahverfi í Innri-Njarðvík. Síðar kom í ljós að um var að ræða landsliðsmarkvörðinn fyrrverandi.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar munu lögreglumenn hafa beitt kylfum þegar þeir handtóku Ólaf þrátt fyrir að hann hafi ekki sýnt neinn mótþróa. Þá hafi kylfum einnig verið beitt eftir að hann var kominn í handjárn. Samkvæmt frétt Stundarinnar er meint harðræði lögreglunnar talið hafa orðið til þess að Ólafur rifbeinsbrotnaði og hlaut innvortis blæðingar.