Nýjast á Local Suðurnes

Velja jólahús í Sandgerði og Garði

Umhverfisnefndir Garðs og Sandgerðis munu að venju standa fyrir vali á jólahúsi bæjarfélagana árið 2016. Hjá báðum sveitarfélögum verður fyrirkomulagið þannig að fulltrúar umhverfisnefnda munu verða á ferðinni í desember og skoða tilnefnd hús. Nefndirnar munu í framhaldinu velja jólahús Garðs annars vegar og Sandgerðis hins vegar og afhenda eigendum verðlaun stuttu fyrir jól.

Mögulegt er fyrir bæjarbúa að tilnefna vel skreytt hús og verða tilnefningar að berast móttöku bæjarskrifstofu fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 16. desember 2016.

Hægt er að senda tilnefningar á netfangið sandgerdi@sandgerdi.is, koma með götu og húsnúmer á bæjarskrifstofu eða hringja í síma 420-7500 og í Garði er hægt að senda tilnefningar á netfangið afgreidsla@svgardur.is, koma með götu og húsnúmer á bæjarskrifstofu Garðs eða hringja í síma 422-0200.