Nýjast á Local Suðurnes

Nýta yfirdrátt til útgjaldajöfnunar ef þörf krefur

Ýmis jákvæð teikn á lofti í rekstri Sveitarfélagsins Voga samhliða fólksfjölgun. Rekstrarniðurstaða var þó neikvæð um 64 m.kr á fyrst sex mánuðum ársins, en tekjur voru 7% hærri en áætlað var sem er í takt við aukna fólksfjölgun en íbúum hefur fjölgað um 10% það sem af er ári. 

Verðbólga og kostnaðarhækkanir hafa haft töluverð áhrif á afkomu á fyrstu sex mánuði ársins hjá Sveitarfélahinu Vogum, samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar, en rekstrargjöld reyndust 9% hærri og fjármagnsliðir 10% neikvæðari en gert var ráð fyrir í áætlunum. 

Bæjarstjórn heimilaði bæjarstjóra að ganga frá samningi við Íslandsbanka um yfirdráttarheimild á veltureikning sveitarfélagsins að fjárhæð allt að 30 m.kr. Er heimildin veitt til eins árs og verður nýtt til útgjaldajöfnunar innan ársins, ef þörf krefur.