Ríkið styrkir hjólastígagerð í Vogum og Suðurnesjabæ

Gert ráð fyrir að ríkið leggi til 1,2 milljarða króna í gerð hjólastíga á landsbyggðinni á næstu árum. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Ólafs Þórs Gunnarssonar, þingmanns Vinstri grænna.
Tvö verkefni á Suðurnesjum munu fá styrki frá ríkinu samkvæmt svari ráðherra, en fyrirhugað að styrkja stígagerð meðfram stofnleiðum í Suðurnesjabæ og Vogum.
„Það er ljóst að mikil þörf er fyrir þessar framkvæmdir. Í dreifbýli er þörf fyrir stíga fyrir hjólandi umferð meðfram umferðarmestu stofnvegum til að bæta umferðaröryggi. Í þéttbýli er þörf á hjólreiðastígum til að tryggja öruggar og greiðfærar leiðir fyrir hjólandi vegfarendur“, segir Sigurður sömuleiðis í svari sínu.