Nýjast á Local Suðurnes

Ríkið styrkir hjólastígagerð í Vogum og Suðurnesjabæ

Gert ráð fyr­ir að ríkið leggi til 1,2 millj­arða króna í gerð hjóla­stíga á lands­byggðinni á næstu árum. Þetta kem­ur fram í svari Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, við fyr­ir­spurn Ólafs Þórs Gunn­ars­son­ar, þing­manns Vinstri grænna.

Tvö verkefni á Suðurnesjum munu fá styrki frá ríkinu samkvæmt svari ráðherra, en fyr­ir­hugað að styrkja stíga­gerð meðfram stofn­leiðum í Suður­nesja­bæ og Vog­um.

„Það er ljóst að mik­il þörf er fyr­ir þess­ar fram­kvæmd­ir. Í dreif­býli er þörf fyr­ir stíga fyr­ir hjólandi um­ferð meðfram um­ferðarmestu stofn­veg­um til að bæta um­ferðarör­yggi. Í þétt­býli er þörf á hjól­reiðastíg­um til að tryggja ör­ugg­ar og greiðfær­ar leiðir fyr­ir hjólandi veg­far­end­ur“, seg­ir Sig­urður sömu­leiðis í svari sínu.